Reykjavík,
(“Amaroq” eða “félagið”)
Tilkynning til handhafa íslenskra heimildarskírteina
Einföldun á útgáfu hlutabréfa félagsins undir einu ISIN númeri
Hvað mun breytast?
- Heimildarskírteini (DR) útgefin af
Arion Banka hf verða afskráð. - Í stað heimildaskírteina munu íslenskir fjárfestar fá afhent hlutdeildarskírteini (DI) sem eru rafræn verðbréf sem endurspegla beina hlutafjáreign í kanadísku hlutabréfum félagsins.
- Hlutdeildarskírteini eru staðlað breskt form sem gerir fjárfestum kleift að eiga viðskipti með verðbréf erlendra félaga í CREST. Á Íslandi verða þau aðgengileg í gegnum Nasdaq CSD á Íslandi og birtast hluthöfum eins og önnur verðbréf.
- Verðbréf íslenskra hluthafa munu hér eftir bera sama ISIN-númer og kanadísku hlutabréf félagsins (CA02311U1030).
- Áður útgefin heimildarskírteini (IS0000034569) verða fjarlægð af vörslureikningi hluthafa og samsvarandi fjöldi hlutdeildarskírteina (CA02311U1030) verða afhent á sama reikning í staðinn.
Hvað er ekki að breytast?
- Undirliggjandi kanadísku hlutabréf félagsins haldast óbreytt.
- Réttindi hluthafa (arðgreiðslur, atkvæðisréttur og aðrar fyrirtækjaaðgerðir) haldast óbreytt og verða framkvæmd í gegnum Nasdaq CSD á Íslandi
- Skráning félagsins á AIM markaðinn helst jafnframt óbreytt og munu viðskipti þar halda áfram með venjubundnum hætti.
- Viðskipti á Nasdaq Iceland halda áfram eins og áður í íslenskum krónum.
- Fjárfestar þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir, skiptin fara fram sjálfkrafa.
Gildistaka
Skiptin frá IDR til hlutdeildarskírteina mun eiga sér stað þegar allar nauðsynlegar ráðstafanir hafa verið gerðar. Amaroq mun tilkynna gildistökudag og veita fjárfestum frekari upplýsingar í samstarfi við Nasdaq CSD Iceland,
- Vörsluaðilum er bent á að hafa samband við Nasdaq CSD á Íslandi á netfangið csd.iceland@nasdaq.com hafi þeir spurningar varðandi tæknilega framkvæmd.
Enquiries:
+44 (0)7385755711
ewe@amaroqminerals.com
+44 (0)7713 126727
ew@amaroqminerals.com
+44 (0) 20 7886 2500
Tel: +44 (0) 20 7523 8000
Camarco (Financial PR)
+44 (0) 20 3757 4980
amaroq@camarco.co.uk
For Company updates:
Follow @Amaroq Ltd. on X (Formerly known as Twitter)
Follow
Further Information:
About Amaroq
Amaroq’s principal business objectives are the identification, acquisition, exploration, and development of gold and strategic metal properties in
Neither
Inside Information
This announcement does not contain inside information.